Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíó 16.apríl kl 20:00

   13.4.2015

Mikil samstaða ríkir um það að vernda skuli hálendi Íslands, en í nýgerðri könnun Capacent Gallup sem framkvæmd var fyrir Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands kom í ljós að 60% aðspurðra vilja stofna þjóðgarð á hálendi Íslands.

Landvernd í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Íslands, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Ferðaklúbbinn 4x4, Samút og Framtíðarlandið bjóða að því tilefni til hálendishátíðar í Háskólabíói sem hefur fengið nafnið ,,Paradísarmissir?"

Við viljum vekja fólk til vitundar um þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á hálendi Íslands og hvetja fólk til að flykkjast að baki okkur og styðja okkur í þessari baráttu . Við viljum ekki sjá fleiri virkjanir, uppbyggða vegi eða háspennulínur á hálendinu- hjarta landsins.

Á viðburðinum munu ræðumenn flytja örræður, sýnd verða örviðtöl við ýmsa þjóðþekkta einstaklinga á myndbandaformi og flutt verða skemmtiatriði. Við viljum skapa skemmtilegt andrúmsloft þar sem fólki verður blásinn baráttu andi í brjóst og fegurð hálendisins hampað til að minna okkur á mikilvægi þess að vernda það.

Mætum í Háskólabíó þann 16.apríl kl 20:00 og verndum hálendi Íslands.

Frítt inn og allir velkomnir!

Tögg
Haskolabio 16.april.     Haskolabio 16.april.    

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun 17.1.2020

Hálendisþjóðgarður til heilla 7.1.2020

Hver er eigendastefna forsætisráðuneytisins þegar kemur að þjóðlendum? 10.9.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs 30.7.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs 30.6.2019

Ályktanir samþykktar á aðalfundi Landverndar 2019 7.5.2019

Umsögn um um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 29.4.2019

Tímamóta samstaða um þjóðgarð á miðhálendinu 7.3.2016

Umhverfisvernd fyrir dómi - kerfisáætlun ekki bindandi 16.11.2015

Málþing um miðhálendið 5.5.2015

Yfir 60% styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 25.3.2015

Steinar Kaldal 13.3.2015

Óskað eftir verkefnisstjóra hálendisverkefnis 22.12.2014

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi 30.11.2014

Sátt um rammaáætlun rofin og leikreglur brotnar 27.11.2014

Tímamótasamstarf um vernd hálendisins 4.4.2014

Málþing um Jökulsárgljúfur 40 ára 1.4.2014

Umsögn við tillögu til þingsályktunar um uppbyggða vegi um hálendið 5.12.2013

Mótmælir Norðlingaölduveitu og háspennulínu í aðalskipulagi 13.9.2013

Hálendið - hjarta landsins 11.9.2013

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun þjóðgarðs við Breiðafjörð 30.11.2011

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs 30.11.2011

Sameiginleg umsögn 13 náttúruverndarfélaga um rammaáætlun 18.11.2011

Mikill stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 2.11.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu á Langasjó og hluta Eldgjár 17.2.2011