Fréttir Roger Crofts skoðar eldfjallagarðinn 5.9.2006 Landvernd 5.9.2006 Landvernd Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, sýnir Roger Crofts jarðfræðikort af Reykjanesskaga. Sigmundur verður meðal framsögumanna á ráðstefnu um eldfjallagarðinn í Norræna húsinu þann 7. september. Roger Crofts hefur komið til Íslands fimmtán sinnum og er því sannkallaður íslandsvinur. Roger starfar á vettvangi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) og er formaður sérfræðinefndnar um friðun og verndarsvæði í Evrópu. Í heimsókn sinni til Íslands á dögunum kynnti Roger sér hugmyndir Landverndar um Reykjanesskagann sem eldfjallagarð og fólkvang. Roger hefur áður komið að verndunar málum á Íslandi þar sem hann vann ásamt Landvernd o.fl. að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Roger segir að í ljósi þess að skaginn hefði jarðfræðilega sérstöðu á heimsvísu væru hér gríðarleg tækifæri fyrir hugmyndir af þessu tagi. Á skaganum eru margar gerðir eldfjalla og fjöldinn allur af áhugaverðum jarðmyndunum, s.s. hellum, gígaröðum og hrauntröðum auk móbergshryggjanna sem setja svip sinn á svæðið. Roger sagði að í eldfjallagarðinum þurfi að vera svigrúm fyrir allar gerðir ferðamanna, þ.e.a.s. þjónustusinnaðra ferðamanna, sem sækjast eftir stöðum eins og Bláa lóninu, sem og ferðamanna sem kjósa að ferðast um í lítt snortinni náttúru og vilja upplifa eldfjöllin, hverina og jarðmyndanirnar í sinni náttúrulegu mynd. Til þess að ibúar svæðisins og ferðamenn sem um svæðið fara geti notið jarðfræðinnar og eldfjallanna til hins ýtrasta sagði Roger að í eldfjalagarðinum þurfi að miðla upplýsingunum með einföldum hætti á máli sem allir geta skilið og sveipa þannig hulunni af leyndardómum jarðfræðinnar á Reykjanesskaga. Sjá dagskrá ráðstefnunnar í Norræna húsinu. Tögg eldfjallagarður Reykjanesi jarðfræði Reykjanesfólkvangur Roger Crofts Sigmundur Einarsson Vista sem PDF