Fréttir Stöðvun framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 22.8.2016 Guðmundur Ingi Guðbrandsson 22.8.2016 Guðmundur Ingi Guðbrandsson Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur kveðið upp bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 innan deiliskipulagssvæðis Þeistareykja þangað til úrskurðarnefnd hefur tekið fyrir kæru Landverndar á framkvæmdaleyfi Þingeyjarsveitar. Bætist þessi úrskurður við bráðabirgðaúrskurð nefndarinnar vegna Kröflulínu 4 innan Skútustaðahrepps. Með þessum úrskurðum hefur náttúruverndargildi Þeistareykjahrauns og Leirhnjúkshrauns verið viðurkennt og Landsneti er óheimilt að framkvæma í haununum. Krafa Landverndar hefur verið að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. Skoða þarf bæði jarðstrengi og loftlínur og valkosti sem sneiða hjá verðmætum hraunum eins og Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjahrauni. Núverandi umhverfismat er úrelt og tekur ekki til slíkra valkosta. Aðeins með nýju umhverfismati fæst raunhæfur samanburður um hvaða leiðir valda minnstum umhverfisáhrifum. Nýtt umhverfismat er því grundvallarkrafa. Úrskurðina má finna hér að neðan. Bradabirgda urskurdur_stodvun framkvaemda vid Kroflulinu 4 i Þingeyjarsv_mal 96_2016_19ág.pdf Bradabirgda urskurdur_stodvun framkvaemda vid Þeistarlínu 1 i Þingeyjarsv_mal 95_2016_19ág.pdf UUA bradabirgdaurskurdur_Skutustadahreppur_stodvun framkv KR4_mal 46 fra 2016.pdf Tögg Kröflulína 4 Landsnet Umhverfismat úrskurður Þeistareykjalína 1 Vista sem PDF