Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Táknræn gjöf afhent iðnaðar og viðskiptaráðherra

   29.1.2015

Landvernd, Ferðafélag Íslands, Ferðaklúbburinn 4x4, SAMÚT og Útivist munu í dag kl 10:15 afhenda Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra tákræna gjöf fyrir utan Alþingi.

Gjöfin verður afhent til að minna ráðherra á mikilvægi almannaréttarins sem félögin telja að lög um náttúrupassa brjóti gegn, en þegar þingfundur hefst kl 10:30 mun ráðherra mæla fyrir lögum um náttúrupassa.

Við hvetjum félagsmenn okkar til að mæta á staðinn og sýna stuðning í verki

Tögg

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!