Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

TEDx fyrirlestur Rannveigar Magnúsdóttur um plast

Rannveig Magnúsdóttir    20.11.2018
Rannveig Magnúsdóttir

Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Landvernd og doktor í spendýravistfræði hélt þann 4. nóvember 2018 TEDx Reykjavík fyrirlestur um plast "Are all plastics created evil?". Í þessum fyrirlestri sýnir hún að það er ekki allt plast af hinu illa heldur er það einnota plastið sem veldur mestum skaða í náttúrunni. Jörðin okkar er bókstaflega að drukkna í einnota plasti og það þarf tvennt til að laga ástandið. Í fyrsta lagi þarf að hreinsa það plast sem nú þegar er komið út í náttúruna og svo þarf að skrúfa fyrir plastkranann. Rannveig kynnir Hreinsum Ísland verkefni Landverndar og Bláa hersins og svo fjallar hún um lausnir á vandamálinu. Vandamálið verður ekki leyst nema allir vinni saman og því þurfa allir að taka þátt; einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld. Hlustaðu á þennan fyrirlestur og vertu hluti af lausninni.

 

Tögg
43487312_10160901921565111_4439911322569670656_n.jpg 

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!