Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Tímamóta samstaða um þjóðgarð á miðhálendinu

Náttúruverndarhreyfingin, útivistarsamtök og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa undirritað viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands (sjá viðhengi). Ný vefsíða hálendisverkefnisins var opnuð: http://halendid.is

Markmiðið með viljayfirlýsingunni er að ná sem víðtækastri samstöðu um verndun miðhálendis Íslands með stofnun þjóðgarðs í eigu íslensku þjóðarinnar. Þau samtök sem undirrita yfirlýsinguna eru sammála um að hálendisþjóðgarður geti orðið eitt stærsta framlag okkar tíma til náttúruverndar á Íslandi um leið og þjóðgarðurinn yrði griðastaður fyrir þá sem vilja njóta náttúru miðhálendisins og nýta hana til ferðamennsku, útivistar og náttúruupplifunar.

Sú samstaða sem náðst hefur með viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands markar þannig tímamótasamstöðu um náttúruvernd á Íslandi.

Í þjóðgarði felast mörg tækifæri og er náttúruvernd þar undirstaðan. Tækifærin byggja á því að náttúrugæðum miðhálendisins verði ekki raskað frekar og að upplifun víðerna og óbyggða sem þar má finna hverfi ekki. Búa þarf svo um hnútana að hægt sé að þróa atvinnustarfsemi sem spillir ekki náttúrugæðum miðhálendisins, en hefur á sama tíma jákvæð áhrif á byggða- og atvinnuþróun í nærsveitarfélögum og landinu öllu. Þannig getur stofnun hálendisþjóðgarðs verið atvinnuskapandi um leið og sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.

Samkvæmt skoðanakönnun Gallup (apríl, 2015) eru yfir 60% landsmanna fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og einungis 13% andvíg. Samkvæmt sömu könnun er sú skoðun þvert á stjórnmálaflokka. Því má segja að samstaða neðangreindra samtaka sé lýsandi fyrir stuðninginn sem hugmyndin hefur í þjóðfélaginu.

Verndun miðhálendisins fékk byr í seglin í kjölfar tónleika Gætum garðsins árið 2014 og í framhaldinu með stuðningi Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar. Það er eindreginn vilji þeirra samtaka sem unnið hafa að viljayfirlýsingunni að sem víðtækust samstaða náist um þetta mikilvæga mál á meðal landsmanna og hagaðila.

Náttúra Íslands er einstök í augum þeirra erlendu ferðamanna sem sækja landið okkar heim og þá ímynd ber okkur að varðveita,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Náttúran er okkar verðmætasta auðlind og hún er ekki óþrjótandi. Með stofnun þjóðgarðs yrði myndaður skýr rammi utan um hin gríðarlegu verðmæti sem felast í ósnortinni náttúru á miðhálendi Íslands. Þá felast í hugmyndinni mikil tækifæri til atvinnusköpunar þar sem vernd og nýting fara saman“, segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar 

Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er stærsta markmið náttúruverndar á Íslandi. Um það hefur nú náðst víðtæk samstaða og því fögnum við í dag” segir Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Þessi samstöðuyfirlýsing er stór áfangi á þeirri leið að vernda eitt okkar allra dýrasta djásn, hálendið, í einum stórum þjóðgarði. Það yrði mikið heillaskref fyrir þjóðina því hálendið er í alla staði verðmætara villt en virkjað”, segir Snorri Baldursson formaður Landverndar.

Upplifun á hálendinu og óbyggðum Íslands er einstök. Því er mikilvægt að þjóðin taki ákvörðun til lengri tíma um verndun hálendisins, samhliða því sem öllum verði tryggður réttur til útvistar og frjálsrar farar um landið” segir Skúli H. Skúlason, framvkæmdastjóri Ferðafélagsins Útivistar.

Ferðaklúbburinn 4x4 hefur tekið virkan þátt í starfi vinnuhópsins sem kemur að verndun miðhálendisins. Klúbburinn hefur alltaf haft náttúruvernd að leiðarljósi og að sjálfbærri nýtingu á hálendi Íslands. Ferðaklúbburinn 4x4 sem var stofnaður í mars 1983 hefur frá upphafi  verið virkur í vörnum gegn spjöllum af völdum umferðar utanvega með stikun á vegum og slóðum, heftun upplásturs og verndun gróðurs á hálendinu. Jafnframt hefur klúbburinn beitt sér ötullega fyrir fræðslu og góðri ferðamenningu. Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu mun ef rétt verður haldið á spilunum geta aukið aðgengi Íslandinga og annarra ferðamanna á miðhálendið án þess að náttúran hljóti skaða af. Verndun og nýting náttúrunnar er möguleg ef rétt er unnið í málunum og öfgar settir til hliðar og málin skoðuð á þeim grundvelli sem nýst getur hvort sem er til nútíðar eða framtíðar”, segir Sveinbjörn Halldórsson, formaður Ferðaklúbbsins 4X4

Midhálendið_Viljayfirlýsing_undirrit 7mars2016.pdf
Tögg

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun 17.1.2020

Hálendisþjóðgarður til heilla 7.1.2020

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - ljósmyndasýning 4.10.2019

Hver er eigendastefna forsætisráðuneytisins þegar kemur að þjóðlendum? 10.9.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs 30.7.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs 30.6.2019

Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá 17.6.2019

Ályktanir samþykktar á aðalfundi Landverndar 2019 7.5.2019

Umsögn um um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 29.4.2019

Vegna hvalveiðiskýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands 21.1.2019

Landvernd fagnar áformum um þjóðgarðsstofnun 22.8.2017

Fleiri virkjunarhugmyndir í verndarflokk 3.8.2016

Áherslur um náttúruvernd komi í búvörusamninga 8.2.2016

Álag á náttúruna vegna ferðamanna og leiðir til úrbóta 19.5.2015

Fjöldi manns mótmælti með Landvernd á Austurvelli í dag 13.5.2015

Mótmælafundur á Austurvelli 12.5.2015

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar 10.5.2015

Málþing um miðhálendið 5.5.2015

Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíó 16.apríl kl 20:00 13.4.2015

Yfir 60% styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 25.3.2015

Steinar Kaldal 13.3.2015

Óskað eftir verkefnisstjóra hálendisverkefnis 22.12.2014

Sátt um rammaáætlun rofin og leikreglur brotnar 27.11.2014

Gálgahraunstónleikar til styrktar níumenningunum 29.10.2014

Icelandair endurskoði auglýsingu sem hvetur til utanvegaaksturs 28.10.2014

Málþing um virkjanir og samfélag í Skaftárhreppi 25.4.2014

Tímamótasamstarf um vernd hálendisins 4.4.2014

Málþing um Jökulsárgljúfur 40 ára 1.4.2014

Standa vörð um almannaréttinn 26.2.2014

Umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd 13.12.2013

Umsögn við tillögu til þingsályktunar um uppbyggða vegi um hálendið 5.12.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun 15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi 15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun 15.4.2013

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi 15.4.2013

Landvernd tekur þátt í stofnun Kerlingarfjallavina 27.3.2013

Alþingi klári náttúruverndarfrumvarp fyrir þinglok 13.3.2013

Fundur um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga 17.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp 17.2.2013

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun þjóðgarðs við Breiðafjörð 30.11.2011

Umsögn um þingsályktunartillögu um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs 30.11.2011

Sameiginleg umsögn 13 náttúruverndarfélaga um rammaáætlun 18.11.2011

Mikill stuðningur við stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 2.11.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls 28.6.2011

Landvernd fagnar friðlýsingu á Langasjó og hluta Eldgjár 17.2.2011

Eldvötn - ný náttúruverndarsamtök í Skaftárhreppi 17.11.2010

Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum 19.8.2010

Freysteinsvaka á Elliðavatni 7.11.2009

Umsagnir um þingmál 8.12.2008

Drögum að Náttúruverndaráætlun fagnað 4.11.2003

Grænlendingar dragi úr fuglaveiðum 25.8.2003

Hvað er ósnortin náttúra? 24.6.2003