Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Tímamótasamstarf um vernd hálendisins

Landvernd, Ferðaklúbburinn 4x4, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist og Samtök útivistarfélaga (SAMÚT) skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um að vinna sameiginlega að viðgangi og vexti verkefnisins Hálendið – hjarta landsins, sem Landvernd hleypti af stokkunum í september síðastliðnum. Undirskriftin fór fram á útsýnispalli Perlunnar í Öskjuhlíð í Reykjavík.

Að baki félögunum fimm standa um 30.000 félagsmenn. Hér er því að verða til afar sterkt afl í baráttunni fyrir vernd hálendisins. Nú þegar hafa safnast um 6.000 undirskriftir frá 70 löndum, en verkefnið hefur bæði íslenska og enska vefsíðu.

Markmið verkefnisins er að vinna að vernd hálendis Íslands þannig að náttúru þess verði ekki raskað frekar af mannavöldum. Félögin leggjast gegn allri stórfelldri mannvirkjagerð og áníðslu á hálendinu, svo sem uppbyggðum vegum, hótelum, umferð umfram þolmörk svæða, ofbeit, háspennulínum, borplönum og virkjunum og telja að slík mannvirki eigi ekki heima á hálendi Íslands. Sérstaklega verði gætt að vernd óraskaðra svæða og víðerna.

Verkefninu er ætlað að vekja athygli á mikilvægi þess að tryggja vernd þess einstaka landsvæðis sem hálendi Íslands er og auka áhuga almennings, fjölmiðla, þingmanna og sveitarstjórna á málefninu. Skorað er á stjórnvöld og sveitarfélög sem fara með skipulagsvald á hálendinu að tryggja að náttúru þess verði hlíft. 

Samtökin sem undirrita yfirlýsingu þessa skipa hvert einn aðalmann og einn varamann í fimm manna verkefnisstjórn Hjarta landsins. Landvernd ber ábyrgð á rekstri verkefnisins og fer með daglega stjórn þess. 

Samkomulagið undirrituðu Sveinbjörn Halldórsson, formaður Ferðaklúbbsins 4x4 og SAMÚT, Þórarinn Eyfjörð, formaður Ferðafélagsins Útivistar, Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélags Íslands og Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar.

Sjá nánar á hjartalandsins.is og heartoficeland.org.

Tögg
DSC_0023     DSC_0034    

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Landvernd styður hugmyndir um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun 17.1.2020

Hálendisþjóðgarður til heilla 7.1.2020

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur - ljósmyndasýning 4.10.2019

Hver er eigendastefna forsætisráðuneytisins þegar kemur að þjóðlendum? 10.9.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs 30.7.2019

Umsögn um mörk miðhálendisþjóðgarðs 30.6.2019

Umsagnir Landverndar um breytingar á stjórnarskrá 17.6.2019

Umsögn um um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu 29.4.2019

Vegna hvalveiðiskýrslu hagfræðistofnunar Háskóla Íslands 21.1.2019

Landvernd fagnar áformum um þjóðgarðsstofnun 22.8.2017

Tímamóta samstaða um þjóðgarð á miðhálendinu 7.3.2016

Áherslur um náttúruvernd komi í búvörusamninga 8.2.2016

Álag á náttúruna vegna ferðamanna og leiðir til úrbóta 19.5.2015

Málþing um miðhálendið 5.5.2015

Paradísarmissir? Hálendishátíð í Háskólabíó 16.apríl kl 20:00 13.4.2015

Steinar Kaldal 13.3.2015

Óskað eftir verkefnisstjóra hálendisverkefnis 22.12.2014

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi 30.11.2014

Sátt um rammaáætlun rofin og leikreglur brotnar 27.11.2014

Gálgahraunstónleikar til styrktar níumenningunum 29.10.2014

Icelandair endurskoði auglýsingu sem hvetur til utanvegaaksturs 28.10.2014

Standa vörð um almannaréttinn 26.2.2014

Umsögn um frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd 13.12.2013

Umsögn við tillögu til þingsályktunar um uppbyggða vegi um hálendið 5.12.2013

Hætt verði við Bjarnarflagsvirkjun 15.4.2013

Bregðast þarf skipulega við auknum ferðamannastraumi 15.4.2013

Næstu skref í rammaáætlun 15.4.2013

Eina stofnun fyrir vernduð svæði á Íslandi 15.4.2013

Landvernd tekur þátt í stofnun Kerlingarfjallavina 27.3.2013

Alþingi klári náttúruverndarfrumvarp fyrir þinglok 13.3.2013

Fundur um frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga 17.2.2013

Umsögn um nýtt náttúruverndarfrumvarp 17.2.2013

Landvernd fagnar friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls 28.6.2011

Fyrsta ferð sumarsins 29. maí - Reykjanes, Reykjanestá og Gunnuhver 23.5.2011

Eldvötn - ný náttúruverndarsamtök í Skaftárhreppi 17.11.2010

Landvernd hvetur til pólítískrar sáttar um stækkun friðlands í Þjórsárverum 19.8.2010

Velheppnuð ferð í Trölladyngju 7.7.2010

Freysteinsvaka á Elliðavatni 7.11.2009

Umsagnir um þingmál 8.12.2008

Drögum að Náttúruverndaráætlun fagnað 4.11.2003

Grænlendingar dragi úr fuglaveiðum 25.8.2003

Hvað er ósnortin náttúra? 24.6.2003