Ferðir og viðburðir Tónleikar – Reykjanes Rokkar – 14. og 15. sept. 12.9.2006 Landvernd 12.9.2006 Landvernd Þrjár kynslóðir tónlistarmanna úr Reykjanesbæ og nágrenni leggja málefninu lið og Rokka fyrir Reykjanes í sátt við umhverfið. Á tónleikunum munu koma fram Deep Jimi and the Zep Cream, Heiða og heiðingjarnir, Rúnar Júlíusson, Æla, Hinir guðdómlegu neanderdalsmenn, Þröstur Jóhannesson, Koja, Tommy gun, Victory or death og The Corrüpted Crüe. Miðasala á www.midi.is, verslunum Skífunnar og Hljómval Keflavík. Rúnar Júlíusson, Sverrir úr Koju, Halli Valli úr Ælu og Davíð úr Koju eru meðal þeirra sem leggja hönd á plóg. Myndin er tekin á hverasvæðinu við Austurengjar á Reykjanesi. Öllum hagnaði af tónleikunum verður varið í kynningu á hugmynd Landverndar um að gera Reykjanesskaga að Eldfjallagarði og fólkvangi. Miðaverð kr. 1.100. Miðagjald innifalið. Miðasala fyrir Þjóðleikhúskjallarann 14. september á www.midi.is. Kynnir Jón Páll Eyjólfsson. Miðasala fyrir Frumleikhúsið 15. september er í Hljómval í Keflavík. Kynnir Bergur Ingólfsson. Nánar um tónleikana. Deep Jimi and the Zep Creams. Tögg baráttutónleikar eldfjallagarður Reykjanesi Reykjanesfólkvangur Vista sem PDF