Project Image

Landvernd leitast við að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að senda inn umsagnir um frumvarpsdrög, þingmál, skipulagsáætlanir, einstakar framkvæmdir og margvíslega áætlanagerð sem viðkemur umhverfismálum.

Veikir umhverfisvernd á Ísland

Skipulagsstofnun hefur ákveðið að Landvernd geti ekki farið fram á endurupptöku umhverfismats háspennulínu frá Kröflu að Bakka, sem Landvernd krafðist í mars sl. Ákvörðun Skipulagsstofnunar er til þess fallin að veikja umhverfisvernd á Íslandi að mati stjórnar Landverndar. Landvernd heldur því fram að endurtaka þurfi umhverfismatið sem fram fór árið 2010 þar sem forsendur fyrir framkvæmdinni hafi gjörbreyst með tífalt minni orkuþörf á Bakka en áður var. Þar með þurfi að endurtaka umhverfismatið til að leita umhverfisvænni leiða við raforkuflutning, t.d. með lagningu jarðstrengja. 

Umhverfisverndarsamtök sinna mikilvægu aðhaldshlutverki við stjórnvöld og fyrirtæki, þ.m.t. fyrirtæki sem láta vinna mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Með ákvörðun sinni dregur Skipulagsstofnun úr möguleikum umhverfisverndarsamtaka á að geta sinnt þessu hlutverki sínu. Í reynd neitar stofnunin Landvernd um efnislega afstöðu sína um hvort vinna ætti umhverfismatið aftur og því að leita umhverfisvænni leiða við flutning raforku á svæðinu.

Landvernd telur verulega annmarka á ákvörðun Skipulagsstofnunar. Í fyrsta lagi telur Landvernd vegið að rétti félagasamtaka sem tryggður sé í hinum alþjóðlega Árósasamningi og í öðru lagi lítur Skipulagsstofnun framhjá Hæstaréttardómi frá síðustu aldamótum sem kvað á um að aðili hafi hagsmuni af máli ef hann hefur látið sig málið varða með formlegum hætti á fyrri stigum máls. Í þessu tilfelli gerði Landvernd einmitt athugasemdir við upprunalegt umhverfismat og ætti því samkvæmt dómi Hæstaréttar að teljast hafa hagsmuna að gæta og geta farið fram á endurupptöku matsins og efnislega umfjöllun Skipulagsstofnunar.

Stjórn Landverndar íhugar nú að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar sem finna má með þessari frétt.

Tögg
IMG_4386     Akvordun Skpst sept2015_bls 1  Akvordun Skpst sept2015_bls 2  Akvordun Skpst sept2015_bls 3  Akvordun Skpst sept2015_bls 4 

Vista sem PDF

Leita í umsögnum

 

Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa
að umhverfismálum. 
Taktu afstöðu og vertu með!

Ofsaveður og ábyrgðarlaust tal 16.12.2019

Umsögn um Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027 30.6.2019

Umsögn vegna breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum. 25.4.2019

Umsögn um kerfisáætlun Landsnets 2018-2027 15.7.2018

Ályktanir samþykktar á aðalfundi 2018 7.5.2018

Fréttatilkynning vegna Hvammsvirkjunar 15.3.2018

Ráðherra leiti leiða til verndar Leirhnjúkshrauni 21.6.2017

Frumsýning heimildarmyndarinnar Línudans 1.3.2017

Þrjár ákvarðanir vegna hótels á Grímsstöðum í Mývatnssveit kærðar 13.12.2016

Jákvæðar breytingar á raflínuáætlun Landsnets 23.11.2016

Stefnumarkandi úrskurður í Bakkalínumáli 11.10.2016

Staðreyndir í Bakkalínumáli 28.9.2016

Áskorun á Alþingi Íslendinga vegna Bakkalína 23.9.2016

Knappur tímarammi í samningi PCC og Landsnets 20.9.2016

Íhlutun ríkisstjórnar í störf úrskurðarnefndar fráleit 12.9.2016

Krafa um nýtt umhverfismat Bakkalína ítrekað 23.8.2016

Stöðvun framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4 22.8.2016

Vegagerðinni óheimilt að búta niður framkvæmdir til að komast hjá umhverfismati.  20.7.2016

Kröflulína 4 stöðvuð til bráðabirgða 4.7.2016

Landvernd kærir samþykkt kerfisáætlunar Landsnets 9.6.2016

Landsnet úrskurðað til að afhenda Landvernd skýrslu 1.6.2016

Hafna raflínum um verndarsvæði í Mývatnssveit 19.5.2016

Umhverfisvernd fyrir dómi - kerfisáætlun ekki bindandi 16.11.2015

Áskorun gegn Sprengisandslínu 11.11.2015

Gefum engan afslátt af umhverfismati 5.10.2015

Hörð gagnrýni á Vegagerðina og Skipulagsstofnun 29.9.2015

Endurskoða ber umhverfismat Hvammsvirkjunar 28.9.2015

Landsnet neitar að afhenda skýrslu 30.6.2015

Landvernd ítrekar kröfu sína um nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka 8.6.2015

Úrskurður um jarðstrengi styrkir umhverfisvernd 19.5.2015

Snorri Baldursson nýr formaður Landverndar 10.5.2015

Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat raflínu frá Kröflu að Bakka 24.3.2015

Landvernd stefnir Landsneti vegna kerfisáætlunar 30.1.2015

Tímamóta samstaða gegn framkvæmdum á Sprengisandi 30.11.2014

Áfangasigur í baráttunni fyrir verndun Mývatns 10.11.2014

Ramsar tekur undir með Landvernd 13.1.2014

Skipulagsstofnun hafni matsáætlun Landsnets um Kröfulínu 3 23.3.2013

Matsáætlun vegna rannsóknaborana í Eldvörpum 12.2.2013

Umsögn um tillögu Skipulagsstofnunar að landsskipulagsstefnu 20.11.2012

Álver í ólgusjó 25.11.2010

Fram fari heildstætt umhverfismat 15.10.2008

Sprungur og áhætta við Kárahnjúkavirkjun 28.8.2006